Jafnlaunastofa
Jafnlaunastofu er ætlað að byggja upp og miðla þekkingu á sviði jafnlaunamála með það að markmiði að útrýma launamisrétti.
Á vettvangi sveitarfélaganna hefur um langt skeið verið notast við starfsmat við launasetningu starfa með það að markmiði að útrýma þeim launamun sem felst í vanmati kvennastarfa og kynskiptum vinnumarkaði. Í því felst að mat á virði starfa byggir á samræmdum viðmiðum sem á að vera laust við kynjaskekkju. Það á vafalaust veigamikinn þátt í þeirri sérstöðu sem sveitarfélögin hafa haft um nokkurt skeið í mælingum á launamun kynjanna hér á landi.
Niðurstöður síðustu launarannsóknar Hagstofunnar voru á þá leið að árið 2019 hafi óleiðréttur launamunur kynjanna verið 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14,0% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,4% hjá starfsfólki sveitarfélaganna. Gefur það til kynna að aðferðafræði sveitarfélaganna við launasetningu, þar sem virðismat starfa er í forgrunni, skili árangri.
Með það að markmiði að gera enn betur hafa Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga komið á fót Jafnlaunastofu með það hlutverk að styðja stjórnendur sveitarfélaga við framkvæmd launasetningar með launajafnrétti að markmið