Eigendur
Jafnlaunastofa er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar.
Farsælt samstarf á sviði jafnlaunamála
Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa átt í samstarfi á sviði jafnlaunamála og starfsmats um langt skeið. Samstarfið hefur verið farsælt og skilað árangri í baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna.
Jafnlaunamál hafa fengið aukna umfjöllun og athygli á undanförnum árum m.a. í tengslum við jafnlaunavottun, umræðu um kynskiptan vinnumarkað og verðmætamat starfa. Samhliða hefur þörf stjórnenda hjá sveitarfélögum fyrir fræðslu og ráðgjöf í tengslum við starfsmat og jafnlaunamál almennt aukist.
Til að bregðast við því ákváðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg að efla enn frekar samstarf sitt á sviði jafnlaunamála og koma á fót Jafnlaunastofu með það að markmiði að styðja enn betur við jafnlaunastarf sveitarfélaganna.