Hlutverk
Jafnlaunastofa veitir sveitarfélögum og
félögum í þeirra eigu ráðgjöf og fræðslu á sviði starfsmats og jafnlaunamála.
Stuðla að launajafnrétti
Jafnlaunastofa hefur það hlutverk að stuðla að launajafnrétti starfsfólks sveitarfélaga og veita stjórnendum þeirra stuðning við að uppfylla ákvæði jafnréttislaga um að sambærilegum og jafnverðmætum störfum hjá sveitarfélögunum séu greidd jöfn laun. Með því að efla jafnlaunastarf sveitarfélaganna er stutt við innleiðingu og viðhald jafnlaunavottunar.
Jafnlaunastofa veitir jafnframt ráðgjöf og stuðning við þróun greiningar- og matstækja sem stuðla að launajafnrétti kynjanna og jaðarsettra hópa á grundvelli aðferðafræði starfsmats.
Verkefnastofa Starfsmats starfar innan Jafnlaunastofu í samræmi við markmið jafnréttislaga og ákvarðanir faglegrar stjórnar starfsmatskerfisins SAMSTARF.
Jafnlaunastofu er ætlað að byggja upp og miðla þekkingu á sviði jafnlaunamála og stuðla þannig að launajafnrétti.