Prenta
Staður:
Fjarfundur
Dags:
10. janúar 2022
Mætt:
Lóa Birna Birgisdóttir, Inga Rún Ólafsdóttir, Valur Rafn Halldórsson, Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir og Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir sem ritar fundargerð
Fundur settur kl. 13.30
1. Staða mála varðandi stofnun Jafnlaunastofu
Rætt um praktísk mál varðandi heimasíðu, hönnun, húsbúnað, tölvumál, bókhaldsþjónustu og fleira. Tillögur hönnuðar að Lógói fyrir Jafnlaunastofu kynntar og framkvæmdastýru falið að vinna nánar að útfærslu með hönnuði.
3. Skilgreining á þjónustu Jafnlaunastofu
Farið yfir hlutverk Jafnlaunastofu. Framkvæmdastýra hefur vinnu við gerð þjónustulýsinga á þjónustu stofunnar.
4. Fundaáætlun stjórnar Jafnlaunastofu
Samþykkt að funda mánaðarlega, annan mánudag í hverjum mánuði kl. 14.00 hvort heldur er á staðfundum eða fjarfundum.
Fundi slitið kl. 14.20