Fræðsla

Jafnlaunastofa veitir fræðslu á sviði starfsmats og jafnlaunamála.

Þjónustulýsing

Jafnlaunastofa veitir fræðslu um starfsmat og jafnlaunamál sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga.

Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir sveitarfélög og stéttarfélög um starfsmatskerfið og notkun þess. Allt frá stuttum kynningarfundum um markmið og megin áherslur starfsmats upp í ítarlegri námskeið um notkun starfsmats við mat á virði starfa og launasetningu.

Dæmi um námskeið:

  • Almenn fræðsla um starfsmatskerfið, markmið þess, uppbyggingu og notkun.
  • Námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaga um forsendur starfsmats, notkun starfsmatskerfisins og verklagið við mat starfa.
  • Fræðsla um samspil starfsmats við þær kröfur sem Jafnlaunastaðall gerir til launasetningar.

Jafnlaunastofa veitir fræðslu á sviði starfsmats og jafnlaunamála til annarra atvinnurekenda en sveitarfélaga samkvæmt gjaldskrá.

Til að fá frekari upplýsingar um fræðslumöguleika og bókun námskeiða og kynningarfunda skal hafa samband við jafnlaunastofa@jafnlaunastofa.is eða starfsmat@starfsmat.is.