Ráðgjöf

Jafnlaunastofa veitir ráðgjöf á sviði starfsmats og jafnlaunamála.

Þjónustulýsing

Jafnlaunastofa veitir ráðgjöf á sviði starfsmats og jafnlaunamála.

Hlutverk Jafnlaunastofu er að styðja sveitarfélög við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga meðal annars með ráðgjöf.

Ráðgjöf um starfsmat er veitt í gegnum verkefnastofu starfsmats. Í henni felst ráðgjöf um mat starfa, endurmat, bráðabirgðaröðun og verklag því tengdu.

Jafnlaunastofa veitir sveitarfélögum jafnframt aðra ráðgjöf á sviði jafnlaunamála m.a. í tengslum við innleiðingu jafnlaunavottunar.

Auk þess veitir Jafnlaunastofa ráðgjöf á sviði jafnlaunamála til annarra atvinnurekenda en sveitarfélaga gegn gjaldi.

Til að fá frekari upplýsingar um ráðgjöf Jafnlaunastofu sendið póst á jafnlaunastofa@jafnlaunastofa.is.