Skip to main content
Starfsmat

Starfsmatsferlið

Starfsmaður þarf að hafa unnið að lágmarki í hálft ár í nýju starfi áður en hægt er að óska eftir starfsmati

1. Bráðabirgðaröðun

Verkefnastofa bráðabirgðaraðar starfi sem ekki hefur áður verið metið. Eftir sex mánuði í starfi er hægt að senda umsókn um starfsmat.

2. Starfsmatsbeiðni

Sveitarfélag sendir starfsmatsbeiðni sem inniheldur útfyllta starfslýsingu og spurningalista.

3. Viðtal

Verkefnastofa boðar í starfsmatsviðtal og tillaga að mati unnin út frá gögnum.

4. Starfsmatsnefnd

Verkefnastofa kynnir starfsmatstillögu fyrir starfsmatsnefnd til umfjöllunar.

5. Niðurstaða

Starfsmatsnefnd samþykkir nýtt mat með einróma samþykki. Verkefnastofa tilkynnir nýtt starfsmat til stéttarfélags og sveitarfélags/yfirmanns.

1. Umsókn um endurmat

Sveitarfélag eða starfsmaður sækir um endurmat á starfi og færir fyrir því rök í meðfylgjandi gögnum með endurmatsbeiðninni.

2. Beiðni móttekin

Endurmatsbeiðni móttekin og verkefnastofa vinnur að nýrri endurmatstillögu.

3. Tillaga lög fyrir nefnd

Verkefnastofa leggur starfsmatstillögu fyrir nefnd sem tekur hana til umfjöllunar.

4. Tillaga samþykkt

Starfsmatsnefnd samþykkir endurmatstillögu með einróma samþykki.

5. Niðurstaða

Verkefnastofa tilkynnir um samþykkt endurmat á starfi til viðeigandi stéttarfélags og yfirmanns/mannauðsstjóra.

Samband íslenskra sveitarfélaga
Úrtaks- og vinnureglur vegna

Samningsaðilar velja starfsmenn sem fulltrúa starfa samkvæmt eftirfarandi aðferðafræði: Miðað er við að þegar 2-5 gegna tilteknu starfi séu teknir tveir í viðtal, ef 6-30 gegna starfi verði teknir fjórir í viðtal, ef 31 60 verði teknir sex í viðtal og síðan fylgt 10% reglu þó ekki fleiri en 10 í viðtal vegna hvers starfs.

Fjöldi starfsmanna í viðtali
Fjöldi fulltrúa starfs í úrtaki
1
1 í viðtal ásamt yfirmanni
2-5
2 í viðtal ásamt yfirmanni
6-30
4 í viðtal ásamt yfirmanni
31-60
6 í viðtal ásamt yfirmanni
61 eða fleiri
10% starfsmanna upp að 10

Val á starfsmönnum í úrtaki í störfum sem eru á landsvísu

Þegar verið er að meta stóra starfahópa með 61 eða fl. starfsmönnum er gert er ráð fyrir að viðtöl fari fram í fimm stærstu sveitarfélögum í öllum landshlutum. Ísafjarðarbær, Akureyrarkaupstaður, Fjarðabyggð, Árborg og Kópavogur.

Miðað við að tveir fulltrúar fyrir hvert valið starfsheiti verði fengnir í viðtal úr hverju sveitarfélagi, alls tíu starfsmenn úr hverju starfi.

Við valið skal haft að leiðarljósi að starfsmenn hafi hvað víðtæka starfsreynslu og að hlutfall karla og kvenna sé í réttu hlutfalli miðað við starfshópinn.

Val á starfsmönnum

Skilyrði er að starfsmaður hafi sinnt starfinu í a.m.k. 6 mánuði. Þess skal gætt við val á fulltrúum starfa að þeir endurspegli kynjahlutföll, aldurssamsetningu og vinnustaði eins og kostur er.

Starfsmatsráðgjafar ásamt starfsmannastjóra/yfirmanni starfsmannamála og stéttarfélagi í viðkomandi sveitarfélagi finna út frá starfsheiti hve margir fulltrúar starfs skulu valdir. Með tillögum skulu fylgja upplýsingar um næsta yfirmann.

Starfsmenn sem ekki eru boðaðir í starfsmatsviðtal geta fengið almennar upplýsingar um starfsmatið á kynningarfundum starfsmatsráðgjafa og jafnframt geta þeir fengið upplýsingar hjá starfsmannastjóra/yfirmanni starfsmannamála og stéttarfélagi um hverjir eru fulltrúar starfsins starfsmatsviðtölum.