Til þess að óska eftir endurmati í starfsmati þarf vinnuveitandi og/eða starfsmaður að fylla út endurmatsbeiðni sem er að finna á heimasíðu starfsmatsins. Hægt er að leita aðstoðar fulltrúa stéttarfélags, yfirmanns og starfsmatsteyma í héraði við að útbúa beiðni. Fyrir beiðni um endurmat skulu færð skýr skrifleg rök. Þar skal koma fram hvaða breytingar hafa orðið á starfinu frá því að starfið var síðast metið eða hvaða starfskröfur eru taldar hafa verið vanmetnar í fyrra mati.
Starfsmat
Umsókn um endurmat á starfi
Þú getur sótt um endurmatsbeiðni hér á vefnum. Starfsmatssérfræðingur hjá Verkefnastofu Starfsmats mun taka beiðni þína til vinnslu og verður að lokum lögð fyrir viðeigandi nefnd
2. Hvaða fylgigögn þarf að senda inn?
Til að beiðni teljist gild þarf að fylgja henni;
- Upprunaleg starfslýsing (sem fyrra mat byggði á)
- Ný starfslýsing, dagsett og undirrituð af yfirmanni
- Útfylltur spurningarlisti sem hægt er að fylla út hér að neðan.
Athugaðu að ef þú hefur ekki aðgang að starfslýsingu þinni, þeirri upprunalegu eða nýrri þá sendir formið hér að neðan beiðni á yfirmann þinn þar sem óskað er eftir þessum fylgigögnum. Mikilvægt er að tölvupóstföng í umsókninni séu rétt og virk.
3. Hvað er verið að meta?
Ef sótt er um endurmat getur það leitt til þess að matið fyrir starfið verði endurskoðað í heild sinni. Slík endurskoðun getur leitt til breytinga á mati á öðrum þáttum sem ekki er gerð athugasemd við. Allar endurmatsbeiðnir eru skoðaðar í samhengi við mat á öðrum störfum. Beiðni með ófullnægjandi rökstuðningi og gögnum verður vísað frá og hlutaðeigandi aðilum leiðbeint um ágalla á beiðni.
4. Hver er ferillinn?
Um leið og þú sendir inn beiðni og spurningalista hér að neðan þá gerist eftirfarandi:
- Starfsmatsráðgjafar upplýsa stéttarfélagsfulltrúa þinn um beiðnina. Því er mikilvægt að þú veljir rétt stéttarfélag í forminu. Einnig er sveitarfélag upplýst um endurmatsbeiðnina, því er aftur mikilvægt að velja einnig rétt sveitarfélag.
- Þegar starfsmatssérfræðingur hefur unnið tillögu þá er hún lögð fyrir starfsmatsnefnd/framkvæmdanefnd til úrvinnslu og samþykktar.
- Niðurstaða nefndar er svo send stéttarfélagi og mannauðsstjóra sviðs / sveitarfélags sem upplýsa starfsmann/starfsmenn og viðkomandi aðila um niðurstöðu.
5. Hver eru áhrifin?
Endurmat getur ýmist leitt til hækkunar, lækkunar eða óbreyttrar niðurstöðu. Hækkun á mati gildir frá þeim tíma er sótt var um endurmat og viðeigandi gögnum skilað inn til starfsmatsráðgjafa. Ef endurmat leiðir til lækkunar á mati hefur það ekki í för með sér lækkun þeirra sem nú þegar eru í starfinu en nýir starfsmenn fá greitt samkvæmt nýrri matsniðurstöðu.
Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til að svara spurningalistanum og endurmatsbeiðninni
Við mælum með að nota tölvu til að svara en formið virkar þó í öllum tækjum. Þú getur valið að vista og halda áfram síðar. Ef þú lendir í einhverjum vandræðum ekki hika við að senda okkur erindi hér á vefnum. Betra er að nota “til baka” og “næsta síða” hnappana undir forminu heldur en “back” og “forward” á vafra.
Smelltu á hnappinn til að opna formið.