Laus störf hjá Jafnlaunastofu við þróun virðismatskerfis

Um verkefnið

Jafnlaunastofa vinnur að þróun virðismatskerfis í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og stýrihóp skipaðan aðilum vinnumarkaðarins.

Í verkefninu felst þróun virðismatskerfis fyrir ríki, ítarleg greining á völdum störfum og mat þeirra út frá viðmiðum kerfisins. Kerfinu er ætlað að ná markmiðum um launajafnrétti, gæði opinberrar þjónustu og stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar.

Jafnlaunastofa óskar því eftir áhugasömu fólki til tímabundinna starfa að öllum þáttum verkefnisins. Allt frá þróun greiningartækja, starfagreininga, úrvinnslu gagna, þróunar matskerfis og mats starfa auk miðlunar og fræðslu um jafnlaunamál, virðismat starfa og fleira því tengdu.

 

Kröfur um menntun, reynslu og færni

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi m.a. á sviði félagsvísinda, sálfræði , tölfræði, tölvunarfræði og menntavísinda.
  • Færni í greiningu gagna og upplýsinga ásamt forgagnsröðun þeirra.
  • Færni í að miðla upplýsingum með skýrum og hnitmiðuðum hætti.
  • Góð samskiptafærni og reynsla af teymisvinnu þar sem tekið er mið af fjölbreyttum sjónarmiðum við lausn mála.
  • Færni og áhugi á því að vinna að verkefnum sem tengjast jafnlauna- og/eða jafnréttismálum.
  • Reynsla af störfum þar sem krafist er frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum.
  • Nákvæm og öguð vinnubrögð.
  • Rík samstarfsfærni einkum til að vinna í hóp.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.

Helga Björg O. Ragnarsdóttir veitir upplýsingar og tekur við umsóknum í tölvupósti Helga@jafnlaunastofa.is

Jafnlaunastofa sf. er sameignarfélag í eigu Reykjavíkurbogar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur það hlutverk að vinna að launajafnrétti á vettvangi sveitarfélaga hér á landi með notkun starfsmatskerfa.