Jafnlaunastofa vinnur að þróun virðismatskerfis í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og stýrihóp skipaðan aðilum vinnumarkaðarins.
Í verkefninu felst þróun virðismatskerfis fyrir ríki, ítarleg greining á völdum störfum og mat þeirra út frá viðmiðum kerfisins. Kerfinu er ætlað að ná markmiðum um launajafnrétti, gæði opinberrar þjónustu og stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar.
Jafnlaunastofa óskar því eftir áhugasömu fólki til tímabundinna starfa að öllum þáttum verkefnisins. Allt frá þróun greiningartækja, starfagreininga, úrvinnslu gagna, þróunar matskerfis og mats starfa auk miðlunar og fræðslu um jafnlaunamál, virðismat starfa og fleira því tengdu.